Heilahimnubólga af völdum baktería í börnum á Íslandi. Yfirlit yfir undanfarna áratugi

Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er alvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur og getur klínískur gangur verið mjög hraður. Mikilvægt er að þekkja sjúkdóminn og faraldsfræði hans vel, svo greina megi hann fljótt og bregðast rétt við. Heilahimnubólga veldur dauða í börnum og fullorðnum bæði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolfinna Snæbjarnardóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/11756
Description
Summary:Inngangur: Heilahimnubólga af völdum baktería er alvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur og getur klínískur gangur verið mjög hraður. Mikilvægt er að þekkja sjúkdóminn og faraldsfræði hans vel, svo greina megi hann fljótt og bregðast rétt við. Heilahimnubólga veldur dauða í börnum og fullorðnum bæði í þróunarlöndunum og á Vesturlöndum. Markmið: Að finna hvaða bakteríur valda heilahimnubólgu hjá börnum (≤ 18 ára) á Íslandi, aldur barnanna, kyn, helstu einkenni sýkingar, greiningaraðferðir, meðferð og afdrif, ásamt því að meta hvort orsakir sjúkdómsins hafi breyst frá 1975-2010. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn faraldsfræðileg rannsókn á heilahimnubólgu af völdum baktería í börnum á Íslandi árin 1995 til 2010. Leitað var að tilfellum í ræktunar-niðurstöðum Sýklafræðideildar Landspítalans, sjúkraskrám Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri auk þess sem krufningarskýrslur voru kannaðar. Ásamt því voru jákvæðar niðurstöður mænuvökvaræktana Sýklafræðideildar Landspítalans frá Reykjavík og Akureyri á tímabilinu 1975 til 2010 skráðar. Faraldsfræði var metin með tilliti til bólusetninga og áhrifa þeirra. Niðurstöður: Alls fundust 140 tilfelli af heilahimnubólgu á árunum 1995 til 2010. Þar af voru 58% tilfella í börnum yngri en 5 ára. Flest tilfelli greindust í börnum á fyrsta aldursári (18), eins árs (18) og tveggja ára (19). Algengustu bakteríurnar voru N.meningitidis (90), S.pneumoniae (25) og S.agalactiae (8). Helstu einkenni voru hiti, uppköst, hnakkastífleiki og útbrot eða húðblæðingar. H.influenzae hjúpgerð b var mjög algeng orsök fyrir bólusetningu 1989 en hvarf nánast eftir hana. Tilfellum af meningókokka heilahimnubólgu fækkaði marktækt (p ˂ 0,001) eftir að bólusetning gegn hjúpgerð C hófst haustið 2002. Nýgengi sýkngarinnar (tilfelli/100.000 börn/ár) lækkaði úr 26 árið 1975 niður í 1 árið 2010. Alls létust 7 (5%) börn úr sýkingunni á frá 1995-2010. Allur hópurinn frá 1975 nam 477 tilfellum, og 21 (4,4%) barn lést. Ályktanir: Tilfellum af heilahimnubólgu hefur fækkað mikið og marktækt síðustu ...