Land-use Development in South Iceland 1900-2010

Breytingar á vistkerfum og ofnýting náttúruauðlinda samfara fjölgun mannkyns eru eitt stærsta úrlausnarefni nútímans. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa og greina þróun, eðli og hraða landbreytinga á láglendi Suðurlands frá 1900 til 2010. Kort frá 1900, 1950, 1980 og 2010 voru greind með landfræðil...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Wald, Elke Christine, 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10804
Description
Summary:Breytingar á vistkerfum og ofnýting náttúruauðlinda samfara fjölgun mannkyns eru eitt stærsta úrlausnarefni nútímans. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa og greina þróun, eðli og hraða landbreytinga á láglendi Suðurlands frá 1900 til 2010. Kort frá 1900, 1950, 1980 og 2010 voru greind með landfræðilegum upplýsingakerfum og fyrirliggjandi gögn um landbreytingar dregin saman. Rannsóknatímabilið endurspeglar þær róttæku breytingar sem urðu á íslensku hefðbundnu bændasamfélagi með vélvæðingu landbúnaðar, framræslu votlendis, iðnvæðingu, þéttbýlismyndun og sumarhúsabyggð. Flatarmál lands sem farið hefur undir vegi hefur 11-faldast frá 1900, fjöldi sumarhúsa 53-faldast frá 1950 og land sem tekið er undir landbúnaðarnytjar hefur 15-faldast frá 1913, einkum með framræslu mýra. Votlendi hefur dregist saman um a.m.k. 77% frá 1900 en skóglendi jókst um 160% frá 1950, einkum vegna skógræktar. Árið 2010 voru 39% svæðisins undir áhrifum vega, framræslu eða bygginga og 143 km2 voru taldir undir áhrifum af öllum þessum gerðum landnotkunar. Þessi þróun var hraðari en víðast annars staðar í dreifbýli á Íslandi. Samspil fólksfjölgunar, efnahags og löggjafar hefur líklega ráðið mestu um hraða og eðli þeirra breytinga sem orðið hafa. Human population growth and the degradation of ecosystems caused by land use intensification have turned land use into one of the most critical global issues of the 21st century. This study describes and quantifies changes in land use and land cover in the southern lowland region from 1900 to the present day. It is Iceland’s most important agricultural area and a region with a relatively diverse and intensive land use compared to the rest of the country. Data extracted from topographical maps for 1900, 1950 and 1980 and various other sources were subjected to GIS analyses. The study period reflects a radical transformation from traditional subsistence agriculture to mechanization, exemplified by large-scale wetland drainage, industrialization and urbanization, including recreational land use and ...