Survival of Atlantic Puffins (Fratercula arctica) in Vestmannaeyjar, Iceland during different life stages

Fjallað er um nokkra þætti í stofnvistfræði lunda í Vestmannaeyjum. Í fyrsta kafla er fjallað um varpárangur í sjö lundavörpum í þremur eyjum í Vestmannaeyjum árin 2008-2009. Varpárangur var lélegur bæði árin en nokkuð breytilegur á milli þeirra þriggja eyja sem rannsakaðar voru en varpárangur var m...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hálfdán H. Helgason 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10791
Description
Summary:Fjallað er um nokkra þætti í stofnvistfræði lunda í Vestmannaeyjum. Í fyrsta kafla er fjallað um varpárangur í sjö lundavörpum í þremur eyjum í Vestmannaeyjum árin 2008-2009. Varpárangur var lélegur bæði árin en nokkuð breytilegur á milli þeirra þriggja eyja sem rannsakaðar voru en varpárangur var metin 14.3% (n=203) 2008 og 20.1% (n=149) 2009. Varptími dróst á langinn og stóð yfir í um 64 og 55 daga eða fram til 11. september (SD=3.9) og 14. september (SD=4.8) að meðaltali. Þetta telst seint í samanburði við meðal-dagsetningu merkinga á fleygum pysjum frá 1959 til 2007: 26 Ágúst (SD=10). Sú dagsetning byggir á merkingagögnum sem aflað var af tveimur merkingamönnum, Óskari J. Sigurðssyni og Sigurgeiri Sigurðssyni (d. 1994) á Heimaey en merkingar Óskars ná aftur til ársins 1953. Í öðrum kafla er þessum merkingagögnunum lýst, tímasetning og staðsetning endurheimta eru skoðuð með tilliti til aldurs og farið er yfir forsendur reiknilíkana á lífslíkum og frekari útreikninga. Af 37.319 merktum pysjum, bæði fleygum og ófleygum milli 1959 og 2007 voru 5512 (14.8%) endurheimtar, að langmestu leiti í gegnum veiði en aðeins 193 náðust aftur verpandi. Eitthvað var um sleppingar veiðimanna á merktum fuglum sem hefði annars ekki verið sleppt sem orsakar skekkju auk þess sem áreiðanleiki slíkra endurheimta minnkar. Af þeim fuglum sem endurheimtir voru dauðir úr veiði í Vestmannaeyjum voru 74.7% yngri en fjögurra ára þ.e. á fimmta aldursári. Flestir þeirra endurheimtust á fjórða aldursári eða 36%. Miðað við að endurheimtur í veiði dragast mikið saman eftir 5 ára aldur samhliða aukningu fugla sem fundust verpandi í fyrsta skipti á svipuðum aldri má renna líkum að því að flestir lundar hefji varp á bilinu frá fimmta til sjöunda aldursárs. Langflestar endurheimtur eru innan Vestmannaeyja en einungis 77 fuglar af þekktum aldri fundust utan Vestmannaeyja, þar af einungis þrír fuglar í öðrum byggðum á Íslandi. Einungis tveir fuglar voru endurheimtir á öðru aldursári í veiði en annars eru allar endurheimtur fram að þriðja aldursári ...