Rannsókn á ofbeldi gegn konum: Viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar

Ritröð um rannsóknarverkefni félagsráðgjafar Rannsókn sú sem hér er gerð grein fyrir er unnin sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn ofbeldi karla gegn konum. Aðgerðaráætlunin var unnin af samráðsnefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Samband...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingólfur V. Gíslason 1956-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Report
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10723
Description
Summary:Ritröð um rannsóknarverkefni félagsráðgjafar Rannsókn sú sem hér er gerð grein fyrir er unnin sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar gegn ofbeldi karla gegn konum. Aðgerðaráætlunin var unnin af samráðsnefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún var samþykkt í ríkisstjórn í september 2006 og fól meðal annars í sér að skoðað skyldi hver væru viðbrögð heilbrgiðisþjónustunnar gagnvart konum sem þangað leituðu og hefðu verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Það er sá hluti aðgerðaráætlunarinnar sem hér er til umfjöllunar. Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd tók að sér framkvæmd verksins og fékk dr. Ingólf V. Gíslason dósent við Háskóla Íslands til að framkvæma rannsóknina. Rannsóknin fór fram með þeim hætti að rætt var við starfsfólk heilbrigðisstofnanna sem líklegast þótti til að hafa yfirlit yfir stöðu þessara mála á sinni stofnun. Alls voru viðmælendur 19 og unnu á 9 stofnunum. Rætt var við 8 manneskjur í fimm viðtölum á Landspítala Íslands, eina á Sjúkrahúsinu Vogi og tvær sem starfa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Önnur viðtöl voru við starfsfólk á Heilsugæslu Seltjarnarness, Breiðholts, Ólafsvíkur, Eskifjarðar, Suðurlands og Akureyrar. Viðtölin voru frá 40 mínútum að einum og hálfum tíma að lengd. Viðtalsvísirinn sem stuðst var við er birtur aftast í þessari skýrslu en í grundvallatriðum var verið að leita svara við sex meginþáttum. Í fyrsta lagi hvernig skráningu mála væri háttað þegar í ljós kemur að kona hefur verið beitt ofbeldi af nákomnum aðila. Tilgangurinn var að reyna að átta sig á því hvort unnt væri að nota skráningakerfi heilbrigðistþjónustunnar til að meta umfang vandans. Í öðru lagi hvort sérstaklega væri leitað eftir upplýsingum um það hvort ofbeldi væri hluti af vanda kvenna sem leituðu til heilbrigðist þjónstunnar. Í þriðja lagi hver væru viðbrögð viðkomandi stofnunar ef það kæmi með einhverjum hætti í ljós að kona byggi við, eða hefði búið við, ofbeldi. Hér var þá leitað eftir því hvort ...