Summary: | Ritgerð til M.A. prófs í menningarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst Samband borgar og tónlistar er flókið og margþætt. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að greina þetta samband með hliðsjón af popptónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og ímynd Reykjavíkur. Tónlistartegundin „indí“ er skilgreind og hin íslenska „krúttkynslóð“ er sett í samhengi við alþjóðlegt indí. Íslenska indí tónlistargreinin á sér sérstöðu í því að tengsl eru við landslag, náttúru og þjóðerniskennd. Þá er litið á hvernig skrifað hefur verið um popptónlist á Íslandi og tónlistarmyndir verða greindar til þess að fá mynd af þeirri ímyndasköpun sem byggð hefur verið upp á umliðnum árum. Þær sjálfsmyndir og ímyndir sem birtast á tónlistarhátíðinni eru sögulega undirbyggðar. Popptónlistarhátíðin Iceland Airwaves er kynnt til sögunnar og greind út frá þeim fræðilegu hugmyndum sem settar eru fram. Fyrst er litið á sögu hennar, hvernig og hvers vegna hún varð til og hvert yfirlýst markmið hennar sé og stuðst er við opinbera umræðu sem og viðtal höfundar við Eldar Ástþórsson, fyrrum framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Þá er farið sérstaklega yfir birtingarmyndir hátíðarinnar haustið 2010 og kannað hvernig ímynd Reykjavíkur birtist í fjölmiðlaumfjöllun um hátíðina og hvernig tónlistin er notuð til þess að móta ímyndina. Niðurstöðurnar sýna að tónlistarhátíðin hefur verið vel heppnuð leið til þess að koma Reykjavík og Íslandi á framfæri á erlendum markaði sem ferðamannastaður. Margir ferðamenn koma til landsins gagngert til þess að fara á tónleika, en hátíðin var upphaflega stofnuð af Icelandair með þetta hlutverk að leiðarljósi. Sýnt er fram á, bæði með greiningu á tónlistarheimildarmyndunum og fjölmiðlaumfjöllun í kringum hátíðina, að algengt er að fá útlendinga til þess að koma með ákveðna ímynd af landi og þjóð. Íslendingar eru síðan fljótir að gera hana að sinni eigin sjálfsmynd þó svo hún sé takmörkuð og einkennist af klisjum. Iceland Airwaves lífgar upp á borgina, sem oft er í hálfgerðu svefnmóki yfir vetrarmánuðina, og skilar miklum ...
|