Mataræði og hreyfing of feitra barna og foreldra : breytingar á mataræði og hreyfivenjum eftir 18 vikna meðferð

Heilsuskóli Barnaspítalans er verkefni sem hófst árið 2004 með það fyrir augum að þróa árangursríka meðferð fyrir of feit börn á Íslandi. Í meðferðinni er rík áhersla lögð á breyttar neysluvenjur og aukna hreyfingu. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem hér er fjallað um var að skoða breytingar í m...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Harpa Rut Heimisdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10244
Description
Summary:Heilsuskóli Barnaspítalans er verkefni sem hófst árið 2004 með það fyrir augum að þróa árangursríka meðferð fyrir of feit börn á Íslandi. Í meðferðinni er rík áhersla lögð á breyttar neysluvenjur og aukna hreyfingu. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem hér er fjallað um var að skoða breytingar í mataræði og hreyfivenjum barna eftir 18 vikna fjölskyldumiðaða offitumeðferð. Heildarfjöldi þátttakenda voru 84 börn á aldrinum 8-13 ára sem höfðu líkamsþyngdarstuðul 2,5 staðalfrávikum fyrir ofan meðaltal, ásamt öðru foreldri þeirra. Sextíu og eitt barn lauk 18 vikna meðferð. Þátttakendur komu af stór-Reykjavíkursvæðinu og nágrenni og voru valdir með aðstoð skólahjúkrunarfræðinga í Reykjavík og nágrenni. Í upphafi og við lok 18 vikna fjölskyldumiðaðrar meðferðar svöruðu börn og foreldrar spurningalistum til að meta mataræði og líkamlega virkni. Jafnframt voru gerðar holdafars-, þol- og styrktarmælingar. Marktækar breytingar urðu á holdafars-, þol- og styrktarmælingum barnanna, auk þess sem fæðuval og hreyfivenjur breyttust. Börnin hækkuðu að meðaltali um 2 cm (p<0,001), léttust um 2,5 kg (p<0,001), lækkuðu líkamsþyngdarstuðul sinn um 2,0 kg/m² eða 7,1% (p<0,001). Ummál upphandleggs minnkaði um 1,7 cm eða 5,6% (p<0,001), ummál mittis um 6,2 cm eða 6,9% (p<0,001) og ummál mjaðma um 4,7 cm eða 4,9% (p<0,001). Púls barnanna lækkaði marktækt í þolmælingu. Að meðaltali lækkaði hjartsláttartíðni um 12,9 slög á mínútu eftir þriggja mínútna áreynslu á milli mælinga eða sem nemur 8,8% (p<0,001). Breytingin eftir eina mínútu í hvíld nam 10,5 slögum á mínútu eða 10,8% (p<0,001), og breyting eftir 2 og 3 mínútur í hvíld samsvaraði um 7% lækkun (p<0,01). Þá jókst styrkur barnanna einnig marktækt (p<0,001) en hann var mældur með armbeygjum, uppsetum og langstökki. Á efri mörkum blóðþrýstings mátti sjá meðaltals lækkun um 2,3 mmHg eða 2,0% (p=0,049) og á neðri mörkum blóðþrýstings var lækkunin að meðaltali 4,1 mmHg eða 6,5% (<0,001). Þá juku börnin neyslu grænmetisrétta (p=0,019), ávaxta (p<0,001), ...