El nivel de aculturación entre la población colombiana en Islandia. Adaptación y rechazo de costumbres

Efni þessa verkefnis, sem unnið er til fullnustu B.A. gráðu í spænsku við Háskóla Íslands, er ætlað að varpa ljósi á lifnaðarhætti kólumbískra innflytjenda sem búsettir hafa verið á Íslandi síðastliðin þrjú ár eða lengur. Upplýsinga var aflað með því að þróa, prufukeyra og leggja síðan ítarlegan spu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásthildur Björgvinsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/10139
Description
Summary:Efni þessa verkefnis, sem unnið er til fullnustu B.A. gráðu í spænsku við Háskóla Íslands, er ætlað að varpa ljósi á lifnaðarhætti kólumbískra innflytjenda sem búsettir hafa verið á Íslandi síðastliðin þrjú ár eða lengur. Upplýsinga var aflað með því að þróa, prufukeyra og leggja síðan ítarlegan spurningalista fyrir hóp umræddra innflytjenda á vormánuðum 2011. Markmið rannsóknarinnar snýr að því að kanna hvaða siði, venjur og viðhorf innflytjendurnir hafa tekið upp af íslendingum og hvaða siði, venjur og viðhorf hafa fylgt þeim frá Kólumbíu til Íslands. Þau atriði sem höfð eru að leiðarljósi í rannsókninni eru notkun og hæfni í íslensku, matarvenjur, hátíðarhöld og fordómar gagnvart íslendingum og/eða samlöndum. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er stuttlega gerð grein fyrir sögu og menningu Kólumbíu ásamt því sem fram eru settar almennar upplýsingar um fjölda þeirra kólumbíumanna og kvenna sen sest hafa að á Íslandi á síðari árum. Annar hluti ritgerðarinnar segir frá framkvæmd rannsóknarinnar sem gerð var meðal umræddra á Íslandi og er þeim hluta skipt í fjóra eftirtalda undirkafla: Markhópurinn, rannsóknin, tilgátur og niðurstöður rannsóknarinnar. Í kaflanum um markhópinn er farið yfir aðferðina sem notuð var við val á þáttakendum ásamt ferinu sem beitt var til að finna þá, hafa samband við þá og tryggja þátttöku. Í næsta kafla er gerð grein fyrir efnisþáttum rannsóknarinnar sem og einstaka spurningum úr viðkomandi hlutum hennar. Farið er yfir þær rannsóknir sem hafðar voru til hliðsjónar við gerð spurningarlistans ásamt yfirfærslu hans yfir á rafrænt form. Í þriðja kafla verkefnisins eru tilgátur rannsóknarinnir kynntar og greint frá þeim væntingum sem gerðar voru til úrlausna rannsóknarinnar. Í þeim kafla er jafnframt farið yfir niðurstöður sambærilegra erlendra rannsókna. Í síðasta kafla þessa hluta eru rannsóknarniðurstöður greindar og túlkaðar. Einnig er gert að umtalsefni hvaða þýðingu niðurstöðurnar hafa fyrir þátttakendur rannsóknarinnar og fyrir Íslenskt samfélag. Í síðasta hluta verkefnisins er gerð ...