Skipulag fyrirtækja á Íslandi fyrir og eftir hrun

Viðfangsefni greinarinnar er þróun á skipulagi fyrirtækja á Íslandi fyrir og eftir fjármálahrunið árið 2008. Byggt er á rannsóknum í verkefninu Innform á Íslandi, annars vegar frá 2004 til 2007 og hins vegar frá 2010 til 2014. Einnig er gerður samanburður á milli fimm rannsókna sem gerðar hafa verið...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Main Authors: Steinþórsson, Runólfur Smári, Þórarinsdóttir, Anna Marín, Svansson, Einar
Other Authors: Viðskiptafræðideild (HÍ), Faculty of Business Administration (UI), Viðskiptadeild (HB), Department of Business (BU), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland, Háskólinn á Bifröst, Bifröst University
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Viðskiptafræðideild og hagfræðideild Háskóla Íslands, viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands 2018
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/798
https://doi.org/10.24122/tve.a.2018.15.1.5
Description
Summary:Viðfangsefni greinarinnar er þróun á skipulagi fyrirtækja á Íslandi fyrir og eftir fjármálahrunið árið 2008. Byggt er á rannsóknum í verkefninu Innform á Íslandi, annars vegar frá 2004 til 2007 og hins vegar frá 2010 til 2014. Einnig er gerður samanburður á milli fimm rannsókna sem gerðar hafa verið um skipulag fyrirtækja á Íslandi á árunum fyrir og eftir hrun. Markmið greinarinnar er að lýsa megineinkennum á stjórnskipulagi íslenskra fyrirtækja og gera grein fyrir þróun á skipulagi þeirra. Jafnframt er markmiðið að kanna hvort sjá megi breytingar á skipulagi íslenskra fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008 á ýmsum stjórnunarþáttum sem tengjast skipulagi. Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um að stjórnskipulag íslenskra fyrirtækja hafi tekið nokkrum breytingum og að áhersla á innri ferla og skilvirkni sé meiri. Umboðsveiting hefur aukist og sú breyting tengist aukningu á fléttu- og verkefnaskipulagi. Rannsóknirnar sýna að flest stór íslensk fyrirtæki notast bæði við afurðaskipulag og starfaskipulag, sem gefur vísbendingu um blandað skipulag. Starfaskipulag er hins vegar ríkjandi skipulagsform þegar litið er til bæði smærri og stærri fyrirtækja. Það virðist hafa verið millibilsástand hjá fyrirtækjum á Íslandi varðandi stjórnskipulag fyrst eftir hrun þar sem áhersla æðstu stjórnenda á formlegt skipulag minnkaði tímabundið. This paper discusses the development of organizational structure in Icelandic enterprises before and after the economic crash in 2008. This is built on data compiled in the Innform research project in Iceland, first from the pre-crash years 2004 to 2007 and second the post-crash years 2010 to 2014. A comparison is also drawn up with an overview of the five published research results about the structure of Icelandic companies in the period of 2004-2016. The purpose of this article is to describe the main characteristics of the organizational structure of Icelandic companies and their evolution. At the same time the aim is to look for changes after the economic crash in 2008 on different ...