Ferðaþjónusta og virkjanir til bjargar byggðum?

Tækifæri á sviði ferðaþjónustu og nýtingar orkuauðlinda eru oft nefnd sem leiðir til þess að takast á við breytta atvinnuhætti, sporna við fólksfækkun í dreifbýli og skapa verðmæti. Báðar greinarnar nýta náttúruna sem auðlind en geta þær farið saman eða eru fyrirsjáanlegir hagsmunaárekstrar milli þe...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Main Authors: Sæþórsdóttir, Anna, Stefánsson, Þorkell
Other Authors: Viðskiptafræðideild (HÍ), Faculty of Business Administration (UI), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Viðskiptafræðideild og hagfræðideild Háskóla Íslands, viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands 2017
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/646
https://doi.org/10.24122/tve.a.2017.14.1.5
Description
Summary:Tækifæri á sviði ferðaþjónustu og nýtingar orkuauðlinda eru oft nefnd sem leiðir til þess að takast á við breytta atvinnuhætti, sporna við fólksfækkun í dreifbýli og skapa verðmæti. Báðar greinarnar nýta náttúruna sem auðlind en geta þær farið saman eða eru fyrirsjáanlegir hagsmunaárekstrar milli þeirra? Til þess að komast að því hvort ferðaþjónustuaðilar telji fyrirhugaðar virkjunarhugmyndir rýra möguleika ferðaþjónustunnar til að efla byggð í landinu voru tekin hálfstöðluð viðtöl við 65 ferðaþjónustuaðila á sex svæðum á landinu. Að mati viðmælenda er ferðaþjónustan sú atvinnugrein sem býður upp á mesta möguleika til framtíðar til að efla atvinnulíf í dreifbýli og höfðu þeir flestir séð þess glögg merki undanfarin ár. Margir viðmælenda töldu orkuvinnslu og ferðaþjónustu fara illa saman vegna neikvæðra áhrifa orkuvinnslu á náttúruna, grundvallarauðlind ferðaþjónustunnar. Óvissa um hvar verður virkjað í framtíðinni þótti jafnframt hafa tafið fyrir fjárfestingu og markaðssetningu í ferðaþjónustu á ákveðnum svæðum. Nokkrir viðmælenda nefndu dæmi um farsæla sambúð orkuframleiðslu og ferðaþjónustu og kom fram að góð samvinna milli greinanna gæti dregið úr hagsmunaárekstrum á milli þeirra. Þeir töldu að tekjur af báðum atvinnugreinunum mættu skila sér betur til svæðanna þar sem þær verða til. Opportunities in the tourism industry along with the harnessing of energy resources are commonly referred to as means of dealing with changes in employment structure, to counteract depopulation in rural areas, and as a way to create capital. Both fields utilize nature as a resource, but can they coexist or are conflicts foreseeable? In order to find out whether the tourist industry consider that proposed power plant developments will diminish the possibilities of the tourism sector to strengthen local settlements semi-structured interviews were conducted with 65 tourist service providers in six different parts of Iceland. In the opinion of the interviewees the tourism sector is the industry that offers the best long-term ...