„Þá er gott að fá einhvern utanaðkomandi.sem borin er virðing fyrir“: bjargráð mæðra við skólagöngu einhverfra barna sinna í ljósi stéttakenningar Bourdieu

Markmið rannsóknarinnar var að skoða reynslu mæðra af samskiptum við kennara og annað fagfólk á menntavettvangi í ljósi ólíkrar stéttarstöðu. Meginefniviður rannsóknarinnar er sex hálfopin einstaklingsviðtöl við mæður grunnskólabarna á einhverfurófi og tvö upplýsingaviðtöl við sérfræðinga á vettvang...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Magnúsdóttir, Berglind Rós, Gísladóttir, Helga Hafdís
Other Authors: School of education (UI), Menntavísindasvið (HÍ), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2017
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/606
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða reynslu mæðra af samskiptum við kennara og annað fagfólk á menntavettvangi í ljósi ólíkrar stéttarstöðu. Meginefniviður rannsóknarinnar er sex hálfopin einstaklingsviðtöl við mæður grunnskólabarna á einhverfurófi og tvö upplýsingaviðtöl við sérfræðinga á vettvangi stjórnsýslu. Kenningarammi Bourdieu var nýttur til að greina hvernig bakgrunnur mæðranna, með áherslu á efnahags-, menningar- og félagsauð, markaði stöðu þeirra, samskipti og væntingar á vettvangi menntunar. Kerfisbundið aðgengi mæðranna að ráðgjöf og stuðningi varð minna, að eigin mati, eftir því sem barnið varð eldra, en þá fór auður þeirra og óformlegt aðgengi að skipta meira máli, og ljóst varð að mæður í millistétt stóðu þá betur að vígi. Félagsauður skipti sköpum og umbreytti stöðu móður í lægri stétt. Félagsauður barst í gegnum sterk fjölskyldutengsl, vinatengsl, tengsl við vinnufélaga og kunningja, og/eða tengsl við aðra foreldra með börn á einhverfurófi. Ólíkur menningarauður birtist í mismiklu a) sjálfsöryggi í samskiptum, b) þekkingu á leikreglum menntavettvangsins og c) virkni í samskiptum við kennara og sérfræðinga. Það er mat höfunda að nauðsynlegt sé að samhæfa betur kerfið milli skólastiga og tryggja að þar sé þekking á stéttamun og tekið sé tillit til hans. Víkka þarf út skilgreiningar á stéttarhugtakinu þannig að það nái einnig til félags- og menningarauðs og beita eigindlegri nálgun til að ná betur að greina ferli, bjargráð og aðgerðir sem ýta undir eða minnka stéttamun og birtingarmyndir hans í íslensku menntakerfi. In Iceland, social class is an understudied field of research in terms of social justice in education. The theoretical purpose of the research was to explore class disposition of mothers of children with learning disabilities in relation to their experience of schooling by using Pierre Bourdieu‘s theoretical framework. Bourdieu’s concepts of habitus, field and capital are used to explore how mothering practices and resources are shaped by their class position, as well as how the ...