Hugvíkkandi efni og meðhöndlun geðraskana á Íslandi : Þekking og viðhorf geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Ágrip INNGANGUR Áhugi á notkun hugvíkkandi efna, oft ofskynjunarefna, hefur aukist á undanförnum árum samhliða fréttum af mögulegum meðferðarávinningi þeirra. Ekkert er þó vitað um þekkingu og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til ef...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Ólafsson, Ragnar Pétur, Kvaran, Karol, Ketilsdottir, Kristin, Hallgrimsdottir, Kolbrun, Sigurdsson, Emil L, Sigurðsson, Engilbert
Other Authors: Sálfræðideild, Læknadeild, Önnur svið
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/4535
https://doi.org/10.17992/lbl.2023.11.766
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved. Ágrip INNGANGUR Áhugi á notkun hugvíkkandi efna, oft ofskynjunarefna, hefur aukist á undanförnum árum samhliða fréttum af mögulegum meðferðarávinningi þeirra. Ekkert er þó vitað um þekkingu og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til efnanna hér á landi. Vefkönnun var því framkvæmd í fagfélögum geðlækna, heimilislækna og sálfræðinga. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þátttakendur voru alls 256, 177 sálfræðingar, 38 geðlæknar og 41 heimilislæknir, sem svöruðu spurningum, meðal annars um bakgrunn, starfsreynslu, þekkingu á og viðhorf til mismunandi tegunda hugvíkkandi efna svo og um skoðanir sínar á heppilegu fyrirkomulagi meðferðar ef efnin hlytu markaðsleyfi og yrðu notuð í meðferð. NIÐURSTÖÐUR Helmingur geðlækna hafði fengið spurningar um meðferð með hugvíkkandi efnum nokkrum sinnum eða af og til í sínu starfi, en 14,6% heimilislækna og 17,5% sálfræðinga. Meirihluti svarenda taldi sig hafa litla eða enga þekkingu á efnunum sem spurt var um. Viðhorf meirihluta svarenda til notkunar psilocybíns eða hugvíkkandi sveppa í meðferð var neikvætt en meirihluti var fylgjandi áframhaldandi vísindarannsóknum. Flestir töldu að geðlæknar ættu að ávísa slíkri meðferð, vera viðstaddir hana og að meðferðin færi fram á sérstökum meðferðarstofum eða deildum sjúkrahúsa. Lestur fræðigreina, samræður við samstarfsfélaga og umræður í fjölmiðlum höfðu helst mótað afstöðu til efnanna og var áhugi á frekari fræðslu um þau talsverður. ÁLYKTUN Notkun hugvíkkandi ofskynjunarefna í meðferð geðsjúkdóma er enn ekki tímabær að mati þessara stétta, en efla þarf fræðslu heilbrigðisstarfsfólks um eðli og afleiðingar notkunar þeirra í ljósi aukins áhuga á efnunum hér á landi. INTRODUCTION: Interest in the use of psychedelics has increased following reports of their possible therapeutic potential. However, little is known about the knowledge of and attitudes towards the substances among health care professional who provide treatment for mental disorders in Iceland. An online survey was therefore ...