Árangur skurðaðgerða við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Frumkomið sjálfsprottið loftbrjóst er algengur sjúkdómur þar sem skurðaðgerð er beitt við viðvarandi loftleka eða endurteknu loftbrjósti. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara skurðaðgerða á Íslandi á 28...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Magnadottir, Thordis, Heitmann, Leon Arnar, Arnardottir, Tinna Harper, Kristjansson, Tomas Thor, Silverborn, Per Martin, Sigurdsson, Martin Ingi, Gudbjartsson, Tomas
Other Authors: Önnur svið, Skurðstofur og gjörgæsla, Læknadeild, Hjarta- og æðaþjónusta, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3645
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.06.696
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Frumkomið sjálfsprottið loftbrjóst er algengur sjúkdómur þar sem skurðaðgerð er beitt við viðvarandi loftleka eða endurteknu loftbrjósti. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara skurðaðgerða á Íslandi á 28 ára tímabili. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á 386 sjúklingum (miðgildi aldurs 24 ár, 78% karlar) sem gengust undir 430 aðgerðir á Landspítala 1991-2018. Sjúklingaþýðinu var skipt í fjögur 7 ára tímabil og þau borin saman. Árlegt nýgengi aðgerða var reiknað og upplýsingum safnað úr sjúkraskrám um fyrra heilsufar, ábendingu, tegund aðgerðar, fylgikvilla og legutíma eftir aðgerð. Aðgerðir vegna endurtekins loftbrjósts voru skráðar og forspárþættir þeirra metnir með aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Árlegur aðgerðafjöldi á tímabilinu var 14,5 (miðgildi, bil 9-27) og lækkaði nýgengi aðgerða um 2,9% á ári (p=0,004). Tæpur helmingur (49%) sjúklinga reyktu fram að aðgerð og 77% aðgerðanna voru gerðar með brjóstholssjá. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru viðvarandi loftleki (17%), lungnabólga (2%) og fleiðruholssýking (0,5%) en enginn lést innan 30 daga frá aðgerð. Tuttugu og sjö sjúklingar (6%) þurftu enduraðgerð vegna endurtekins loftbrjósts, að meðaltali 16 mánuðum frá upphaflegu aðgerðinni, þar af 24 (7%) eftir brjóstholssjáraðgerð. Aðhvarfsgreining sýndi að yngri sjúklingar voru líklegri til að gangast undir aðgerð vegna endurtekins loftbrjósts. ÁLYKTANIR Skurðaðgerð vegna frumkomins sjálfsprottins loftbrjósts er örugg meðferð og alvarlegir skammtímafylgikvillar sjaldgæfir. Líkt og erlendis greinast um 6% sjúklinga með endurtekið loftbrjóst sem krefst endurtekinnar skurðaðgerðar. Nýgengi aðgerða af óþekktum orsökum hefur lækkað en benda má á að tíðni reykinga hérlendis hefur lækkað verulega á rannsóknartímabilinu. BACKGROUND: Primary spontaneous pneumothorax (PSP) is a common disease where surgery is indicated for persistant air leak or recurrent pneumothorax. We studied the outcomes of PSP-surgery over ...