Hjartaígræðslur og hjartagjafir Íslendinga

INNGANGUR Upplýsingar skortir um fjölda, ábendingar og árangur hjartaígræðsluaðgerða á Íslendingum en einnig fjölda þeirra hjartna sem gefin hafa verið héðan til líffæraígræðslu erlendis. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á öllum sem gengust undir hjartaígræðslu frá fyrstu aðgerðinni 1988 t...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Valgardsson, Atli Steinn, Hrafnkelsdóttir, Þórdís Jóna, Kristjánsson, Tómas, Friðjónsdóttir, Hildigunnur, Sigvaldason, Kristinn, Dellgren, Göran, Guðbjartsson, Tómas
Other Authors: Læknadeild, Skurðstofur og gjörgæsla, Hjarta- og æðaþjónusta, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3589
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.11.714
Description
Summary:INNGANGUR Upplýsingar skortir um fjölda, ábendingar og árangur hjartaígræðsluaðgerða á Íslendingum en einnig fjölda þeirra hjartna sem gefin hafa verið héðan til líffæraígræðslu erlendis. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á öllum sem gengust undir hjartaígræðslu frá fyrstu aðgerðinni 1988 til 1. mars 2019. Klínískar upplýsingar fengust frá ígræðslugöngudeild Landspítala og rafrænni sjúkraskrá, en upplýsingar um hjartagjafir á Íslandi úr líffæragjafaskrá gjörgæsludeildar Landspítala. Reiknað var út aldursstaðlað nýgengi aðgerðarinnar og lifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Meðaleftirfylgd var 10,3 ár. NIÐURSTÖÐUR Alls gengust 24 Íslendingar (19 karlar) undir hjartaígræðslu á tímabilinu, þar af einn undir endurígræðslu, þrír fengu hjarta- og lungnaígræði samtímis og tveir aðrir fengu hjarta- og nýraígræði samtímis. Miðgildi aldurs var 38 ár (bil 4 - 65 ár) og voru 20 aðgerðanna framkvæmdar í Gautaborg, þrjár í London og tvær í Kaupmannahöfn. Algengustu ábendingar voru ofþenslu- hjartavöðvakvilli (n=10), meðfæddir hjartagallar (n=4) og hjartavöðvabólga eftir vírussýkingu (n=3). Fimm sjúklingar fengu tímabundið hjálparhjarta sem brú að ígræðslu. Eins árs og 5 ára lifun eftir hjartaígræðslu var 91% og 86% en meðallifun 24 ár. Nýgengi hjartaígræðslu reyndist 2,7 á milljón íbúa/ári, og jókst í 4,6 ígræðslur/milljón íbúa á ári eftir 2008 (p=0,01). Á sama tímabili voru gefin 42 hjörtu frá Íslandi til ígræðslu, það fyrsta 2002, og fjölgaði þeim úr 0,8 hjörtum/ári á fyrri hluta tímabilsins í 3,0 á síðari hluta tímabilsins. ÁLYKTANIR Lifun Íslendinga eftir hjartaígræðslu er ágæt og sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Hjartagjöfum hefur fjölgað á síðustu tveimur áratugum og Íslendingar gefa nú næstum tvöfalt fleiri hjörtu en þeir þiggja. INTRODUCTION: Information on the number, indications and outcome of cardiac transplantations in Icelandic patients is scarce, as is information on the number of hearts donated from Iceland for cardiac transplantation. MATERIAL AND METHODS: A retrospective study ...