Afdrif þeirra sem gengist hafa undir æxlisminnkandi skurðaðgerð og hitaða lyfjameðferð innan lífhimnu

Publisher Copyright: © 2020 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Krabbameinager í kviðarholi er oft afleiðing krabbameins í ristli eða endaþarmi og er illlæknanlegt ástand. Lifun sjúklinga með krabbameinager hefur að meðaltali verið undir tveimur árum eftir kerfislæga krabbameinslyfja...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Petursdottir, Astridur, Gunnarsson, Örvar, Valsdóttir, Elsa Björk
Other Authors: Krabbameinsþjónusta, Þverfræðilegt framhaldsnám, Önnur svið, Læknadeild, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3550
https://doi.org/10.17992/lbl.2020.0708.590
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2020 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Krabbameinager í kviðarholi er oft afleiðing krabbameins í ristli eða endaþarmi og er illlæknanlegt ástand. Lifun sjúklinga með krabbameinager hefur að meðaltali verið undir tveimur árum eftir kerfislæga krabbameinslyfjameðferð með eða án skurðaðgerðar. Einn meðferðarmöguleikinn felst í æxlisminnkandi skurðmeðferð og lyfjameðferð innan kviðarhols og hefur verið sýnt fram á að þessi meðferð getur bætt horfur valinna sjúklinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna afdrif sjúklinga sem farið hafa frá Íslandi í þessa meðferð erlendis. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á öllum íslenskum sjúklingum sem gengust undir CRS-HIPEC-aðgerð erlendis á árunum 2008-2017. Upplýsingum var safnað frá Siglinganefnd Sjúkratrygginga Íslands og úr sjúkraskýrsl­um Landspítala. NIÐURSTÖÐUR Alls hafa 11 einstaklingar gengist undir CRS-HIPEC-meðferð eftir upphaflega meðferð á Landspítala. Allar aðgerðirnar voru framkvæmdar í Bandaríkjunum af sama skurðlækni. Hópurinn telur 10 konur og einn karl og var meðalaldur 53 ár. Orsök krabbameinagers var illkynja mein í botnlanga hjá 7 sjúklingum (67%) og illkynja mein í ristli hjá þremur sjúklingum (27%). Einn sjúklingur var með illkynja frummein í lífhimnu, iðraþekjuæxli. Þrír sjúklingar (27%) fengu fylgikvilla innan 30 daga frá aðgerð, tveir fengu sýkingu og einn garnatengingarleka. Einn sjúklingur fékk síðkominn fylgikvilla í formi þrenginga í görn og síðar fistilmyndunar. Fimm sjúklingar hafa lokið 5 ára eftirfylgd án endurkomu sjúkdóms en meðaltími eftirfylgdar eru 44 mánuðir. Af 11 sjúklingum eru 10 enn á lífi. Fimm manns hafa greinst með endurkomu krabbameins. ÁLYKTANIR Íslenskum sjúklingum sem gengist hafa undir CRS-HIPEC-aðgerð hefur í flestum tilvikum vegnað vel og lifun er sambærileg við erlendar rannsóknarniðurstöður. Helmingur sjúklinganna sem enn eru á lífi hafa lokið 5 ára eftirfylgd án endurkomu sjúkdóms. Horfur eru talsvert betri en þær voru áður en til þessarar meðferðar kom og því er ...