Lifrarskurðaðgerðir á Íslandi 2013-2017. Samanburður við Svíþjóð með tilliti til gæðaskráningar

Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Krabbamein í lifur, gallgangakerfi innan lifrar og gallblöðru ásamt meinvörpum í lifur, eru illvígir sjúkdómar með slæmar horfur. Skurðaðgerð er mikilvægasta meðferðin, sé hún gerð í læknandi tilgangi. Markmið rannsóknar...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Sigurðardóttir, Rakel Hekla, Birgisson, Helgi, Jónasson, Jón Gunnlaugur, Haraldsdóttir, Kristín Huld
Other Authors: Önnur svið, Læknadeild, Rannsóknaþjónusta, Landspítali
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/3469
https://doi.org/10.17992/lbl.2022.09.705
Description
Summary:Publisher Copyright: © 2022 Laeknafelag Islands. All rights reserved. INNGANGUR Krabbamein í lifur, gallgangakerfi innan lifrar og gallblöðru ásamt meinvörpum í lifur, eru illvígir sjúkdómar með slæmar horfur. Skurðaðgerð er mikilvægasta meðferðin, sé hún gerð í læknandi tilgangi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna skurðmeðferð á sjúklingum með krabbamein í lifur, gallblöðru og gallgöngum eða meinvörp í lifur á Íslandi. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Listi yfir sjúklinga sem greindust með krabbamein í lifur, gallgöngum, gallblöðru eða meinvörp í lifur á árunum 2013-2017 var fenginn frá Krabbameinskrá. Sjúkraskrár voru notaðar til frekari gagnasöfnunar og voru upplýsingar skráðar í gæðaskráningareyðublöð Heilsugáttar Landspítala. Samanburður var gerður á skráningum í Svíþjóð og á Íslandi. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu greindust 108 sjúklingar með frumæxli í lifur og fóru 24 (22%) í skurðaðgerð á lifur. Með meinvörp í lifur greindust 264 sjúklingar og fóru 38 (14%) í skurðaðgerð í læknandi tilgangi. Alls voru 63% af öllum greindum tilfellum tekin fyrir á samráðsfundi á Íslandi, en 93% í Svíþjóð. Alls hlutu 29 sjúklingar (43%) fylgikvilla innan 30 daga frá aðgerð en enginn lést innan 90 daga. Fjöldi hlutabrottnámsaðgerða á lifur vegna frumæxla í lifur eða gallvegakerfi á hverja 100.000 íbúa voru 2-8 á ári á Íslandi á móti 4-13 í Svíþjóð. Sambærilegan mun mátti sjá milli landanna vegna aðgerða á meinvörpum í lifur. ÁLYKTUN Árangur skurðaðgerða á lifur á Íslandi virðist sambærilegur við Svíþjóð þegar horft er til fylgikvilla og aðgerðardauða. Hins vegar eru gerðar færri aðgerðir á lifur á Íslandi miðað við höfðatölu og þá sérstaklega á meinvörpum til lifrar og er möguleg skýring að ekki séu allir sjúklingar með meinvörp til lifrar ræddir á samráðsfundi hérlendis. INTRODUCTION: Cancers in the liver, bile duct system, gallbladder as well as metastases of the liver, have poor prognosis. Their treatment is comparable, with surgery being the most widespread, available curative treatment. Surgical treatment is anatomical ...