Nýgengi, orsakir og meðferð við bráðu rofi á ristli á Íslandi 1998-2007

Inngangur: Rof á ristli er alvarlegt sjúkdómsástand með háa dánartíðni. Áður fyrr var meðferðin fyrst og fremst skurðaðgerð en á undanförnum árum hafa rannsóknir sýnt sambærilegan árangur með stuðningsmeðferð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða nýgengi, orsakir, meðferð og afdrif sjúklinga m...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Jónsdóttir, Kristín, Valsdóttir, Elsa Björk, Datye, Shreekrishna, Berndsen, Fritz, Möller, Páll Helgi
Other Authors: Læknadeild (HÍ), Faculty of Medicine (UI), Heilbrigðisvísindasvið (HÍ), School of Health Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands / Icelandic Medical Association 2017
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/310
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.02.121
Description
Summary:Inngangur: Rof á ristli er alvarlegt sjúkdómsástand með háa dánartíðni. Áður fyrr var meðferðin fyrst og fremst skurðaðgerð en á undanförnum árum hafa rannsóknir sýnt sambærilegan árangur með stuðningsmeðferð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða nýgengi, orsakir, meðferð og afdrif sjúklinga með brátt rof á ristli á Íslandi á tímabilinu 1998-2007. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn leit í sjúkraskrám Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi að líklegum greiningarkóðum miðað við greiningarkerfi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Safnað var gögnum um kyn, aldur, greiningarár, orsakir, greiningu, meðferð og afdrif einstaklinga með brátt rof á ristli. Niðurstöður: 225 sjúklingar uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar, 131 kona (58%) og 94 karlar (42%). Miðgildi aldurs var 70 ár (bil 30-95 ár). Algengustu ástæður rofs voru sarpabólga (67%), áverki við ristilspeglun (12%) og fylgikvillar aðgerða. Á fyrri 5 árum rannsóknartímabilsins fengu 27% sjúklinganna meðferð án aðgerðar en 71% fór í aðgerð. Á seinni 5 árunum var hlutfallið 45% og 54%. Um 24% sjúklinganna fengu varanlegt stóma. Tæpur helmingur sjúklinga, eða 101 (46%), fékk 140 fylgikvilla og var skurðsárasýking þar algengust. Þrjátíu daga dánartíðni var 11% en eins árs dánartíðni 20%. Ályktun: Sarpabólga var algengasta orsök rofs á ristli á Íslandi á rannsóknartímabilinu. Á sama tímabili jókst notkun stuðningsmeðferðar á meðan skurðaðgerðum fækkaði. Hlutfall þeirra sjúklinga sem fengu stóma og fóru síðar í aðgerð þar sem gerð var endurtenging er hátt hérlendis og fyllilega sambærilegt því sem lýst er í erlendum rannsóknum. Introduction: Colon perforation is a serious illness with mortality reported from 0-39%. Surgery used to be the gold standard but treatment has changed as studies have indicated comparable results with less invasive treatment. The aim of this study was to evaluate the incidence of acute colon perforations in Iceland, causes and treatment. Material and methods: A retrospective, nationwide, ...