Fishing for Sustainability: Essays on the Economic, Social and Biological Outcomes of Fisheries Policy in the Faroe Islands

Flestir fiskistofnar heims eru nýttir að fullu eða ofveiddir. Ofnýting hefur í för með sér slæmar vistfræðilegar, hagrænar og félagslegar afleiðingar. Minna er hægt að veiða úr ofveiddum stofnum og hætta getur verið á hruni þeirra. Og af því að þeir gefa minna af sér eru veiðarnar ekki jafn arðbærar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Danielsen, Rannvá
Other Authors: Sveinn Agnarsson, Umhverfis- og auðlindafræði (HÍ), Environment and Natural Resources (UI), Félagsvísindasvið (HÍ), School of Social Sciences (UI), Háskóli Íslands, University of Iceland
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: University of Iceland, School of Social Sciences, Faculty of Business Administration 2020
Subjects:
Online Access:https://hdl.handle.net/20.500.11815/2096
Description
Summary:Flestir fiskistofnar heims eru nýttir að fullu eða ofveiddir. Ofnýting hefur í för með sér slæmar vistfræðilegar, hagrænar og félagslegar afleiðingar. Minna er hægt að veiða úr ofveiddum stofnum og hætta getur verið á hruni þeirra. Og af því að þeir gefa minna af sér eru veiðarnar ekki jafn arðbærar og geta jafnvel verið reknar með tapi. Lélegt ástand stofnanna hefur áhrif á þá sem nýta auðlindina og það getur hoggið nærri brothættum sjávarbyggðum. Í þessari doktorsritgerð er sjónum beint að Færeyjum. Íbúar Færeyja eru um 50 þúsund og þeir eiga mikið undir sjávarútvegi. Veiðar og vinnsla standa undir 24% af vergri landsframleiðslu (VLF) og útflutningur sjávarafurða svaraði til 52% af útflutningi ársins 2017. Um 10% fólks vinnur við sjávarútveg, þar af um 1.500 við veiðar og um 1.200 við vinnslu. En þrátt fyrir mikilvægi sjávarútvegs eru helstu fiskistofanar við Færeyjar ofnýttir. Í fyrstu grein þessarar ritgerðar er fjallað um stjórn fiskveiða í Færeyjum og hvernig hún hefur þróast á árunum 1948-2018. Færeyingar hafa reynt ýmis konar fiskveiðistjórnarkerfi; opinn aðgang, skilyrtan aðgang, leyfiskerfi og framseljanlegar aflaheimildir, en frá árinu 1996 hefur verið beitt sóknarstýringu með dagatakmörkunum. Í greininni er bent á að stjórnun heimaflotans, sem veiðir úr stofnum við Færeyjar, hefur ekki verið nægjanlega aðhaldssöm og fyrir vikið hafa helstu fiskistofnar verið ofnýttir. Veiðarnar hafa jafnframt að mestu verið óarðbærar. Þessu er öfugt farið með stjórn úthafsflotans, sem veiðir á fjarlægum miðum, og uppsjávarveiðiskipa, en þeim hefur að mestu verið stjórnað með kvótakerfi. Þar hefur hagnaður verið meiri og viðvarandi. Í annarri greininni er borinn saman líffræðilegur, hagrænn og félagslegur árangur af ólíkri stjórn veiða heimaflotans, uppsjávarflotans og úthafsflotans 1985-2018. Sýnt er fram á að vegna þess að fiskistofnar við Færeyjar voru ofnýttir og heimaflotinn of stór, hefur aldrei náð að myndast nein auðlindarentu í þeim veiðum. Í uppsjávarveiðum hefur á hinn bóginn orðið til allgóð auðlindarenta. ...