Í leit að starfi : íslensk staðfærsla og stöðlun á SDS

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í leit að starfi, staðfærð íslensk þýðing bandarísku áhugakönnunarinnar Self-Directed Search, var lögð fyrir 1003 nemendur í framhaldsskólum á Íslandi. Meðalaldur var 18 ár. Metinn var innri áreiðanleiki...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynhildur Scheving Thorsteinsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Sálfræðingafélag Íslands 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/85635
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Í leit að starfi, staðfærð íslensk þýðing bandarísku áhugakönnunarinnar Self-Directed Search, var lögð fyrir 1003 nemendur í framhaldsskólum á Íslandi. Meðalaldur var 18 ár. Metinn var innri áreiðanleiki heildarþátta og undirþátta á sex áhugasviðum Hollands sem skammstöfuð eru HVLFAS á íslensku. Innri áreiðanleiki var á bilinu 0,69 til 0,89. Endurprófunaráreiðanleiki könnunarínnar var frá 0,80 til 0,94. Lagt var mat á hvort íslensku gögnin féllu að sexhyrningslíkani Hollands af áhugasviðunum sex. Við þá formgerðargreiningu voru notuð fylgnifylki HVLFAS-sviðanna. Niðurstöður bentu til að í leit að starfi aðgreindi áhugasvið í samræmi við kenningu Hollands fyrir stelpur og stráka í aldurshópunum 17 ára og eldri (samræmisstuðull = 0, 78 og 0,75). Niðurstöður sýndu einnig að í leit að starfi aðgreinir áhugasvið Hollands ekki nægjanlega fyrir 16 ára unglinga. Fjölvíddaskölun studdi niðurstöður formgerðargreiningarinnar. Meðaltöl stelpna og stráka á áhugasviðunum sex voru svipuð á Íslandi og í Bandaríkjunum. Kynjamunur á Íslandi og í Bandarikjunum var svipaður. Með þessari stöðlun má segja að nú liggi fyrir áreiðanlegt og réttmætt mælitæki á áhugasviðum Hollands. This study was designed to examine the reliability and structural validity of an Icelandic translation and adaptation of J. L. Holland's Self-Directed Search (SDS). The Icelandic version of the Self-Directed Search was administered to a random sample of 1003 students age 15 to 40 with an average age of 18. Reliability coefficients varied from .83 to .92 on the main RIASEC scales and from .69 to .89 on the subscales Activities, Competencies and Occupations. Test-retest reliability varied from .80 to .94. RIASEC correlation matrices of the Icelandic version were used to test the fit of Holland's model of vocational interests using both order relations and two dimensional scaling. The results indicated a good model fit for females and males age 17 and older (CI = ...