Sýkingar í kjölfar skurðaðgerða vegna krabbameins í ristli og endaþarmi

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download Tilgangur: krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum. Skurðaðgerð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Birgir Örn Ólafsson, Ásta Thoroddsen
Other Authors: 1) Landspítala 2) Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/621302
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download Tilgangur: krabbamein í ristli og endaþarmi er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum. Skurðaðgerð er ein mikilvægasta meðferðin til lækningar á sjúkdómnum. algengi sýkinga eftir aðgerð er hægt að nota sem mælikvarða á árangur hjúkrunar. Í þessari rannsókn var kannað hve tíðar sýkingar voru eftir skurðaðgerðir á krabbameini í ristli og endaþarmi á Landspítala en það var ekki þekkt. jafnframt var kannað hve alvarlegar slíkar sýkingar voru. Aðferð: gerð var framsýn, lýsandi rannsókn. kannað var hvort sjúklingar sem fóru í skurðaðgerð vegna krabbameins á ristli eða endaþarmi á skurðdeild Landspítala frá 15. mars 2015 til 15. september 2015 fengu sýkingar innan 30 daga í kjölfar aðgerðarinnar. Þátttakendur í rannsókninni voru 70 sjúklingar. upplýsingum var safnað með viðtölum við þátttakendur og úr sjúkraskrám. Öll einkenni sýkinga sem þörfnuðust meðferðar voru metin sem fylgikvillar. Þær sýkingar sem upp komu voru flokkaðar samkvæmt flokkun ClavienDindo þar sem veitt meðferð við sýkingunum ræður flokkuninni. Niðurstöður: Sýkingu fengu 44,3% sjúklinga (31/70). Þvagfærasýking var algengust (24,5%), kviðarholssýking varð hjá 18,6% og sárasýking hjá 14,3%. Sýkingu í blóð fengu 8,6%. aðrar sýkingar sem upp komu voru: Munnsýkingar, lungnabólga, sýking í stóma og sýking af vankómýcín-ónæmum enterókokkum (VÓE). Dánartíðni vegna sýkinga var 1,4% (n=1). Ályktanir: Sýkingar eftir aðgerð vegna krabbameins í ristli eða endaþarmi eru tíðar miðað við sambærilegar aðgerðir í nágrannalöndum. Sérstök nauðsyn er á að yfirfara verklag við notkun og meðhöndlun þvagleggja. Þessi niðurstaða undirstrikar einnig nauðsyn þess að hafa framsýna skráningu á sýkingum eftir skurðaðgerðir svo hægt sé að meta gæði og árangur hjúkrunar Aim: Colorectal cancer is the third most common cancer in iceland for both men and women. Surgery is the main ...