Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download Inngangur: Mikilvægt er að leita frekari þekkingar á meðgöngu og fæðingu hjá konum með liðbólgusjúkdóma. Staðan hérlendis er óþekkt og höfum við því samkeyrt ICEBIO og Fæðingaskrá Embættis landlæknis til að kanna hugsanleg áhrif alvarlegra liðbólgusjúkdóma á meðgöngur og fæðingar íslenskra kvenna. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru gagnlíkindahlutföll fyrir áhættu fyrirburafæðingar, keisaraskurðar, lágrar Apgar-einkunnar nýbura við 5 mínútur og lágrar fæðingarþyngdar, fyrir hvern sjúkdómshóp (iktsýki, sóragigt, hryggikt og óskilgreinda liðbólgu) miðað við viðmiðunarhópa. Meðgöngur og fæðingar eftir upphaf TNFα-hemlameðferðar (TNFi) voru bornar saman við fæðingar fyrir TNFi-meðferð og viðmiðunarhóp, með tilliti til sömu þátta. Niðurstöður: Í lok árs 2016 voru 723 konur sem hafa fengið meðferð með TNFi skráðar í ICEBIO. Af þeim höfðu 412 fætt samtals 801 barn. Þar af fæddust 597 börn fyrir sjúkdómsgreiningu móður og 53 börn eftir að meðferð með TNFi hófst. Hlutfallsleg hætta á keisaraskurði meðal þessara kvenna var 1,47 (95% ÖB: 1,19-1,82; p<0,001), hæst meðal kvenna með sóragigt, eða 2,06 (1,41-3,02; p<0,001). Ekki mældist aukin hætta á fyrirburafæðingu eða lágri Apgar-einkunn. Hætta á lágri fæðingarþyngd var minni meðal kvenna með liðbólgusjúkdóma, eða 0,37 (0,36-0,37; p<0,05). Ekki fengust marktækar samanburðarniðurstöður fyrir fæðingar eftir að TNFi-meðferð hófst vegna fárra fæðinga (n=53). Ályktun: Íslenskar konur með alvarlega liðbólgusjúkdóma eru líklegri til að fæða með keisaraskurði en heilbrigður viðmiðunarhópur. Nýburum þeirra vegnar jafn vel og nýburum annarra kvenna. Ekki liggja fyrir næg gögn um fæðingar eftir upphaf TNFi-meðferðar til þess að hægt sé að álykta um áhrif TNFi á meðgöngur og fæðingar íslenskra kvenna með alvarlega liðbólgusjúkdóma. Introduction: To collect nationwide data in Iceland on pregnancy ...