Lyme-sjúkdómur á Íslandi - faraldsfræði á árunum 2011-2015

To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download Inngangur: Lyme-sjúkdómur stafar af sýkingu með Borrelia burgdorferi sensu latu (B. burgdorferi sl.) og smitast með b...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hannes Bjarki Vigfússon, Hörður Snævar Harðarson, Björn Rúnar Lúðvíksson, Ólafur Guðlaugsson
Other Authors: 1 Sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 2 barnadeild Hringsins,3 ónæmisfræðideild Landspítala, 4 læknadeild Háskóla Íslands, 5smitsjúkdómadeild Landspítala.
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/620823
Description
Summary:To access publisher's full text version of this article, please click on the hyperlink in Additional Links field or click on the hyperlink at the top of the page marked Download Inngangur: Lyme-sjúkdómur stafar af sýkingu með Borrelia burgdorferi sensu latu (B. burgdorferi sl.) og smitast með biti Ixodes mítla. Sjúkdómurinn hefur ekki verið talinn landlægur á Íslandi og aldrei hefur verið lýst tilfelli af innlendum uppruna. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á Lyme-sjúkdómi hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði Lyme-sjúkdóms á Íslandi með sérstakri áherslu á það hvort innlent smit hafi átt sér stað. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra einstaklinga á Íslandi sem áttu mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. eða höfðu fengið greininguna Lyme-sjúkdómur (ICD-10, A69.2) á Landspítala á árunum 2011-2015. Klínískum upplýsingum var safnað úr rafrænni sjúkraskrá og gagnagrunni sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. Niðurstöður: 501 einstaklingur átti mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. á rannsóknartímabilinu og 11 einstaklingar voru greindir með Lyme-sjúkdóm á klínískum forsendum eingöngu. 33 einstaklingar uppfylltu greiningarskilmerki fyrir staðfestu tilfelli af Lyme-sjúkdómi. 32 (97%) einstaklingar voru með erythema migrans og einn (3%) einstaklingur var með Lyme-sjúkdóm í taugakerfi. Að meðaltali greindust 6,6 tilfelli á ári (tvö tilfelli á 100.000 íbúa/ári) og áttu öll tilfellin sér erlendan uppruna. Ályktanir: Lyme-sjúkdómur er sjaldgæfur á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali 6-7 tilfelli af sjúkdómnum hérlendis og er fyrst og fremst um að ræða staðbundnar sýkingar með erythema migrans útbrotum. Ekki fannst neitt tilfelli sem hægt er að segja að eigi sér innlendan uppruna og virðist tilfellum af sjúkdómnum ekki hafa farið fjölgandi seinustu árin. Senda grein,Prenta greinEnglishFacebookTwitter Introduction: Lyme disease is caused by an infection with Borrelia burgdorferi sensu latu (B. burgdorferi sl.) which is carried by Ixodes ticks. The disease has not been ...