Hamlandi viðhorf til eigin mataræðis - algengi og forspárþættir á Íslandi

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Líðan og viðhorf fólks í tengslum við eigið mataræði hafa lítið verið rannsökuð meðal fullorðinna á Íslandi. Í flestum vestrænum samfé- lögum er lögð mikil áhersla á grannan og stæltan líkama en á sama t...

Full description

Bibliographic Details
Published in:Læknablaðið
Main Authors: Ólöf Dröfn Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir
Other Authors: 1 Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ, 2 rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, 3 menntavísindasviði HÍ.
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/617849
https://doi.org/10.17992/lbl.2016.0708.91
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Inngangur: Líðan og viðhorf fólks í tengslum við eigið mataræði hafa lítið verið rannsökuð meðal fullorðinna á Íslandi. Í flestum vestrænum samfé- lögum er lögð mikil áhersla á grannan og stæltan líkama en á sama tíma þyngjast æ fleiri. Slíkar aðstæður geta hugsanlega alið á kvíða og stuðlað að hamlandi viðhorfum í tengslum við mat og fæðuval. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða algengi hamlandi viðhorfs til eigin mataræðis á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á könnun Embættis landlæknis, Heilsa og líðan Íslendinga árið 2007, sem var lögð fyrir tilviljunarúrtak þjóðarinnar. Þátttakendur voru 5861 einstaklingur, 18-79 ára. Útbúinn var kvarði út frá svörum könnunarinnar til að meta viðhorf sem tengjast kvíða og óheilbrigðum kröfum varðandi eigin næringu og hollustu og var hamlandi fæðuviðhorf skilgreint samkvæmt matskvarðanum. Notuð var tvíkosta lógistísk aðhvarfsgreining til að meta gagnlíkindahlutfall (OR) og 95% öryggisbil (CI) fyrir hamlandi viðhorf til eigin mataræðis, greint eftir undirhópum rannsóknarinnar. Niðurstöður: Algengi hamlandi fæðuviðhorfa samkvæmt matskvarða rannsóknarinnar mældist 17% í þýðinu, 22% hjá konum og 11% hjá körlum. Hamlandi viðhorf til eigin mataræðis voru algengust meðal þátttakenda á aldrinum 18-29 ára (36% kvenna, 15% karla), meðal þeirra sem voru ósáttir við eigin líkamsþyngd (35% kvenna, 22% karla) og þeirra sem skilgreindir voru í offitu (38% kvenna, 23% karla). Ályktun: Hamlandi viðhorf til eigin mataræðis mældust algengari meðal kvenna en karla í þessari rannsókn. Ungur aldur, óánægja með eigin líkamsþyngd og hár líkamsþyngdarstuðull sýndu tengsl við hamlandi fæðuviðhorf hjá báðum kynjum. Introduction: Few studies exist on eating attitudes and well-being of adults in Iceland. In most Western societies great emphasis is placed on a lean and fit body, nevertheless the number of people gaining weigt keeps increasing. Such circumstances may cause discomfort related to ...