Eldra fólk á bráðamóttöku: íslenskar niðurstöður úr fjölþjóðarannsókn InterRAI

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Eldra fólki sem sækir bráðadeild sjúkrahúsa fer fjölgandi. Eldra fólk er að jafnaði með útbreiddar aldurstengdar breytingar í líffærum, marga sjúkdóma og er á fjölda lyfja, auk líkamlegs og/eða vitrænsfærnitaps. Þj...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir, Ólöf Guðný Geirsdóttir, Inga Dóra Kristjánsdóttir, Hjördís Jóhannesdóttir, Bára Benediktsdóttir, Bryndís Guðjónsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólrún Rúnarsdóttir, Pálmi V. Jónsson
Other Authors: Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, Bráðadeild Landspítala, Læknadeild Háskóla Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/332823
Description
Summary:Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Eldra fólki sem sækir bráðadeild sjúkrahúsa fer fjölgandi. Eldra fólk er að jafnaði með útbreiddar aldurstengdar breytingar í líffærum, marga sjúkdóma og er á fjölda lyfja, auk líkamlegs og/eða vitrænsfærnitaps. Þjónustuþarfir þessa fólks eru oft flóknar. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa færni og öldrunarheilkennum eldra fólks á bráðadeild Landspítala með samanburði við bráðadeildir í 6öðrum löndum. Efniviður og aðferð: Notuð var framskyggnlýsandi rannsókn á fólki (>75 ára) sem sótti bráðadeildir í nokkrum löndum, þar með talið á Íslandi. Skimtæki InterRAI fyrir bráðadeildir var nýtt af hjúkrunarfræðingum til að meta einstaklingana. Niðurstöður: Metnir voru 202 einstaklingar á bráðadeild Landspítala í Fossvogi, þar af voru 55% konur. Einbúar voru 48% og 34% áttu fyrri komur á bráðadeild innan 90 daga. Við komu á bráðadeild voru 59% með líkamlegt eða vitrænt færnitap; 13% sýndu merki um vitræna skerðingu og 36% voru ógöngufærir án eftirlits. Ættingjar fundu fyrir álagseinkennum í 28% tilvika en 11% upplifðu yfirþyrmandi álag. Í kjölfar komu á bráðadeild lögðust 46% inn á sjúkrahús. Í samanburði við erlendu niðurstöðurnar sést að heldur fleiri af íslensku þátttakendunum bjuggu einir og álagseinkenni ættingja voru heldur meiri (28% á móti 18%). Hlutfall innlagðra á sjúkradeild var lægra á Íslandi og fleiri fóru í endurhæfingu á Íslandi miðað við heildarhópinn.__________________________________________________________________________________ Old people attend emergency departments (ED´s) in increasing numbers. Old people have age related changes in all organ systems and tend to have multiple chronic diseases, be on multiple medications and often have physical and cognitive functional impairments. Hence, they have complex health and social service needs. The purpose of this study was to describe function and geriatric syndromes of old people who present at Landspitali Emergency Department, Iceland, with comparison to ED´s ...