Summary: | Sykursýki af tegund 1 (SST1) hefur víðtæk áhrif á verðandi móður og ófætt barn hennar, en með góðri blóðsykurstjórnun má lágmarka fylgikvilla beggja. Markmið rannsóknarinnar var mat á útkomu meðgöngu hjá konum með SST1 á Íslandi með hliðsjón af blóðsykurstjórnun. Afturskyggn rannsókn á meðgöngum kvenna með SST1 á árunum 1999-2010. Upplýsingar fengust úr mæðra og fæðingarskrám um alvarleika sjúkdómsins, gildi sykurtengds blóðrauða (hemóglóbín A1c) fyrir og á meðgöngu, fæðingarmáta og fylgikvilla. Á tímabilinu voru 93 meðgöngur hjá 68 konum (47% frumbyrjur). Meðalaldur var 29 ár og meðaltími frá greiningu sykursýki var 16 ár (miðgildi 19, bil <135 ár). Augnbotnabreytingar voru hjá 57%, langvinnur háþrýstingur og skjaldkirtilsjúkdómar hjá 13%, en nýrna og taugaskemmdir hjá <10%. Meðal HbA1c fyrir meðgöngu var 7,8% en lækkaði í 7,5% á fyrsta og 6,3% á þriðja meðgönguþriðjungi. Konur <25 ára höfðu verri blóðsykurstjórnun á fyrsta þriðjungi en 2535 ára (p<0,04) og >35 ára konur (p=0,02). Fæðing var framkölluð hjá 40% og 65% fæddu með keisaraskurði. Meðal meðgöngulengd var 37+2 vikur. Tvö börn fæddust andvana. Fyrirburar voru 28%. Meðfædd missmíð var hjá 9% nýburanna (hjartagallar algengastir). Sykursýkiheilkenni greindist hjá þriðjungi nýburanna og fjórðungur fékk nýburagulu, sem tengdist verri blóðsykurstjórnun. Konur með sykursýki 1 bættu flestar blóðsykurstjórnun, sem varð góð eða viðunandi undir lok meðgöngu eins og sást af lækkandi HbA1c gildum. Keisarafæðing var mun algengari en í almennu þýði og meira var um fylgikvilla og meðfædda missmíð meðal nýburanna. Til að lágmarka fylgikvilla þarf að bæta sykurstjórnun fyrir þungunina og halda henni góðri. Type 1 diabetes has wide-ranging effects for expectant mothers and their unborn children. Optimal blood sugar control minimizes complications for both. We assessed maternal and neonatal outcome in relation to glycemic control. Retrospective evaluation of pregnancies among type 1 diabetic women in Iceland during 1999-2010, with information ...
|