Summary: | Þekking á mataræði er grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í manneldismálum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mataræði 6 ára barna. Þátttakendur voru 6 ára börn (n=162) valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Matur og drykkur sem börnin neyttu var vigtaður og skráður í þrjá daga. Fæðuval og neysla næringarefna voru borin saman við fæðutengdar ráðleggingar og ráðlagða dagsskammta (RDS) fyrir viðkomandi næringarefni. Samanlögð meðalneysla ávaxta og grænmetis var 275±164 grömm á dag (g/dag), en innan við 20% þátttakenda neytti ≥400 g/dag. Fisk- og lýsisneysla um fjórðungs þátttakenda var í samræmi við ráðleggingar. Meirihluti (87%) neytti ≥2 skammta af mjólk og mjólkurvörum daglega. Fæða með lága næringarþéttni (kex, kökur, gos- og svaladrykkir, sælgæti, snakk og ís) veitti að meðaltali nær 25% af heildarorku. Einungis um 5% barna nær viðmiðum um hlutfall harðrar fitu í fæðu og neyslu matarsalts og innan við 20% barna nær viðmiðum um neyslu fæðutrefja. Meðalneysla vítamína og steinefna var almennt hærri en RDS fyrir viðkomandi næringarefni. Undantekning var D-vítamín þar sem einungis fjórðungur barnanna neytti RDS eða meira af vítamíninu. Matarvenjur 6 ára barna veita sem svarar RDS fyrir flest vítamín og steinefni að undanteknu D-vítamíni. Mataræðið samræmist ekki ráðleggingum hvað varðar grænmeti, ávexti, fisk og lýsi. Samsetning orkugefandi efna og trefjaefnainnihald er ekki eins og best verður á kosið enda veita vörur með lága næringarþéttni stóran hluta orkunnar. Mikilvægt er að leita leiða til að bæta mataræði íslenskra barna. --- Knowledge of dietary habits makes the basis for public nutrition policy. The aim of this study was to assess dietary intake of Icelandic six-year-olds. Subjects were randomly selected six-year-old children (n=162). Dietary intake was assessed by three-day-weighed food records. Food and nutrient intake was compared with the Icelandic food based dietary guidelines (FBDG) and recommended intake of vitamins and minerals. Fruit and vegetable intake was on average 275±164 g/d, and ...
|