Summary: | Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Notaðar voru gipsafsteypur af tönnum 1010 barna og unglinga frá Húsavík og Norður- og Suður- Þingeyjarsýslum sem aflað var 1973-75. Mesta dýpt grófar á innfleti framtanna í efri gómi var mæld með tveim sérhönnuðum mælitækjum (5). Mælt var hornrétt á innflöt tanna með 0,05 mm nákvæmni. Þegar innflötur var kúptur var dýpt grófar skráð 0,0 mm. Þar sem marktækur munur milli hliða fannst hvorki hjá körlum né konum voru mælingar úr hægri hlið notaðar. Tölur úr vinstri hlið voru þó notaðar ef samsvarandi tönn vantaði hægra megin eða reyndist ónothæf. Meðaldýpt grófar á innfleti miðframtannar í efri gómi var 0,58 mm og 0,33 mm á hliðarframtönn. Kynjamunur var hvorki marktækur fyrir miðframtönn né hliðarframtönn. Breytistuðull var hærri hjá körlum en konum og hærri á hliðarframtönn heldur en miðframtönn. Meðaldýpt grófar á innfleti miðframtannar í efri gómi hjá Íslendingum var ein sú mesta sem mælst hefur hjá þjóðum af hvíta kynstofninum. Þar sem tennur núlifandi Íslendinga voru stærri en tennur fjölmargra Evrópuþjóða (31) gæti jákvæð fylgni milli dýptar grófar og breiddar miðframtannar verið ástæða þessarar miklu meðaldýptar. The material consisted of dental stone casts of the dentitions of 1010 children, aged 6-17 years, from two rural and one urban population, North-east Iceland. The maximum depth of the lingual fossa in the maxillary permanent incisors was measured at right angles to the lingual surface by two modified dial gauges, having fixed lateral shoulders and a movable central measuring rod. Readings were rounded off to the nearest twentieth of a millimeter. As significant laterality was not observed, right-side measurements were used. Left-side measurements were used only if the antimer was missing or could not be measured. The mean depth of the lingual fossa in the central incisor was 0.58 mm but 0.33 mm in the lateral incisor. No sexual dimorphism was found. The variability was higher for males ...
|