Nota læknar heilbrigða skynsemi við sárameðferð [ritstjórnargrein]

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Vitur maður útlenskur hefur einhvers staðar sagt: »common sense is very uncommon« og sér þess víða stað. Hugtakið »common sense« hefur verið þýtt á íslensku sem heilbrigð skynsemi og án þess...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árni Björnsson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/111093
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) Vitur maður útlenskur hefur einhvers staðar sagt: »common sense is very uncommon« og sér þess víða stað. Hugtakið »common sense« hefur verið þýtt á íslensku sem heilbrigð skynsemi og án þess að viðurkenna, að það sem er »common« þurfi endilega að vera heilbrigt, þá mun ég nota íslensku þýðinguna í því sem hér fer á eftir. Einhver annar útlenskur maður eða ef til vill sá sami, hefur sagt að menntun og þó sérstaklega þröng sérfræðimenntun rugli öðru fremur þann þátt í mannlegu eðli sem menn kalla heilbrigða skynsemi. Það hefur hvarflað að mér, einkum upp á síðkastið, hvort þessi þróun sé ekki að verða í íslenskri læknastétt, en að loknu embættisprófi vita menn nær allt um sjaldgæfa sjúkdóma, djúphugsuð grunnvísindi og flóknar rannsóknir, en þau atriði í læknisfræðinni sem algeng eru og hægt er að leysa með heilbrigðri skynsemi virðast þvælast fyrir mönnum í fræðaþokunni. Sáralækningar eru fyrsta og enn í dag eitt algengasta viðfangsefni lækna. Samt er það svo, að þetta algenga viðfangsefni bögglast jafn mikið fyrir brjóstinu á læknum í dag og kannski ennþá meir en á dögum Hippokratesar heitins.