Glæpir og geðveiki : fyrirlestur fluttur í Málflutningsmannafélagi Reykjavíkur 12. febr. 1932

Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Endurprentun úr Læknablaðinu 1932; 18:1-9. Guðrún Jónsdóttir valdi Háttvirtu áheyrendur! Eins og yður er kunnugt má skoða glæpina frá ýmsum hliðum. 1) Sem objektiv socialpsykologisk fyrirbrigði, þ.e. fyrirbri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helgi Tómasson
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/10859
Description
Summary:Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Endurprentun úr Læknablaðinu 1932; 18:1-9. Guðrún Jónsdóttir valdi Háttvirtu áheyrendur! Eins og yður er kunnugt má skoða glæpina frá ýmsum hliðum. 1) Sem objektiv socialpsykologisk fyrirbrigði, þ.e. fyrirbrigði sem hafa ákveðin psykologisk áhrif á borgarana yfirleitt. 2) Sem subjektiv individual-psykologisk fyrirbrigði, þ.e. eftir viðhorfihinsbrotlegamannssjálfs til þess hvernig á glæpnum standi. 3) Sem juridisk fyrirbrigði. 4) Sem biologisk medicinsk-psykologisk fyrirbrigði. Júridískt eru glæpir ákveðnir verknaðir, tilteknir í hegningarlögum landanna og taldir refsiverðir samkvæmt þeim. Hegningarlögin eru m.ö.o. fyrst og fremst um ákveðna verknaði en ekki um mennina. Þeir sem framkvæma þau hafa að vísu með menn að gera en þó hefirþað ekki alltaf verið svo, sbr. það er menn áður dæmdu og refsuðu dauðum hlutum og dýrum. Læknisfræðilega eru glæpirnir aftur á móti aðeins einkenni um sálarástand manns eins og hvert annað framferði hans, án tillits til hegningarlaganna eða annarra laga. Eins og öll önnur medicínsk einkenni eru þeir árangur af samhrifum einstaklingsins og umhverfisinsafgagnkvæmum áhrifum þess á hann og hans á það. Læknirinn tekur þá eins og hvert annað problem er hann hefirmeð að gera: 1) Safnar saman einstökum facta og 2) leitast síðan við að skýra orsakasamband þeirra samkv. Almennum fysiólógískum eða patólógískum lögmálum fræðigreina sinna, m.ö.o. hann reynir að finnaorsakasambandið á milli vissra mannlegra eiginleika og vissra atriða úr umhverfimannsinsoghins glæpsamlega afbrots. 3) sér læknirinn máske einhver ráð til þess að fara með „sjúklinginn" þannig að honum verði minna hætt við að gerast á ný sekur í hinu sama. Þó ég segði „sjúklinginn" þá meinti ég það auðvitað í gæsalöppum því það er engan veginn víst að endilega þurfiað vera um að ræða sjúkling í þessa orðs þrengstu og eiginlegustu merkingu.