Mælingar á mótefnum gegn bogfrymlum í nokkrum hópum Íslendinga

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) bogfrymlum (Toxoplasma gondii) verið gerðar á hópum fólks víða um lönd til að meta algengi bogfrymlasmits og líkur á fóstursýkingum. Varanleg aðstaða til slíkra mælinga hefur ekki verið fyrir...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín E. Jónsdóttir, Þorgerður Árnadóttir
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/2336/107818
Description
Summary:Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) bogfrymlum (Toxoplasma gondii) verið gerðar á hópum fólks víða um lönd til að meta algengi bogfrymlasmits og líkur á fóstursýkingum. Varanleg aðstaða til slíkra mælinga hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi en það hefur lengi verið ósk lækna sýkladeildar Landspítala að koma þeim á fót. Ekki er gerlegt að taka upp það próf, sem elst er og þykir hvað næmast, þ.e. Sabin Feldman litarpróf, en til að framkvæma það þarf m.a. aðstöðu til dýrahalds. Á síðari árum hafa komið fram handhægari próf, sem nálgast litarprófið hvað næmleika snertir og geta þau auk þess mælt bæði IgG og IgM mótefni. Þau próf, sem einkum hefur komið til greina að taka í notkun hér eru: 1. Mælingar með hvatatengdum mótefnum (enzyme-linked immunosorbent assay: ELISA) (1-4). 2. Mælingar með glitmerktum mótefnum (immunofluorescent antibody technique: IFAT) (1, 4). Í hvort tveggja þessara prófa er hægt að kaupa bogfrymlamótefnavaka ásamt hjálparefnum til greiningar bæði á IgG og IgM mótefnum. Aflestrartæki þurfa að vera til, ljósgleypnimælir fyrir fyrrnefndu aðferðina og glitsmásjá fyrir þá síðarnefndu. Árið 1984 fékk annar höfunda (K.E.J.) styrk úr Vísindasjóði Landspítala til efniskaupa í mælingar með ELISA-aðferð í þeim tilgangi að prófa hvernig gengi að nota þessa aðferð, hversu hagkvæm hún væri og til að mæla mótefni í nokkrumjiópi kvenna á barneignaskeiði hér. Ljósgleypnimælir var þá ekki til á sýklarannsóknadeild Landspítala en á rannsóknastofa Háskólans í veirufræði var slíkur mælir og þar tók annar höfunda (Þ.Á.) mælingarnar að sér. Blóðsýni til mælinga á mótefnum gegn bogfrymlum hafa annars verið send héðan til Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn. Sýni frá legudeildum Landspítala hafa yfirleitt verið útbúin til sendingar á sýklarannsóknadeild Landspítalans og hefur þannig myndast skrá yfir þau þar. Hér á eftir verða birtar niðurstöður úr ofangreindum mótefnamælingum á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði og úr mælingum á ...