Von um sumarland: Guðsríkið í Aðventu Gunnars Gunnarssonar

ÚtdrátturAðventa er það verk Gunnars Gunnarssonar sem hlotið hefur mesta útbreiðslu, sem og það sem best hefur haldið athygli. Á síðari árum hefur sagan jafnvel fest sig í sessi þar sem hún hefur verið lesin upp á aðventunni í Gunnarshúsunum á Skriðuklaustri og í Reykjavík og víðar, bæði innan lands...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hugason, Hjalti
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: Studia Theologia Islandica 2022
Subjects:
Online Access:https://ojs.hi.is/index.php/ritrodgudfraedistofnunar/article/view/3821
Description
Summary:ÚtdrátturAðventa er það verk Gunnars Gunnarssonar sem hlotið hefur mesta útbreiðslu, sem og það sem best hefur haldið athygli. Á síðari árum hefur sagan jafnvel fest sig í sessi þar sem hún hefur verið lesin upp á aðventunni í Gunnarshúsunum á Skriðuklaustri og í Reykjavík og víðar, bæði innan lands og utan. Þá hefur hún verið flutt sem kvöldsaga á Rás 1 í Ríkis-útvarpinu á þessum árstíma og fjöldi fólks hefur gert sér að venju að lesa hana á jólaföstunni og búa sig þannig undir jólahátíðina. Því má líta á söguna sem nútíma húslestrabók og íhugunarrit.Í greininni er viðtökusaga Aðventu rakin gegnum ritdóma og aðrar sambærilegar umsagnir en einnig gerð grein fyrir viðameiri túlkunum sem birst hafa á fræðilegum vettvangi.Þá er bætt við nýrri túlkun út frá guðfræðilegu sjónarhorni, nánar til tekið eskatólógísku. Byggist túlkunin á lýsingu á næturreynslu Benedikts lengst inni á milli fjallanna. Er þar litið svo á að hugrenningatengsl hans, er hann líkir kenndum sínum á aðventugöngunni við „[…] leifar af hljómum, endurminningar um sólskin og heyilm, von um sumarland […]“, megi skoða sem vísun til þess ástands sem lýst er sem Ríki Guðs í kristinni eskatólógíu. AbstractGunnar Gunnarsson (1889–1975) belonged to a group of Icelandic writers who lived in Denmark during the first half of the 20th century and published their works in Danish. His writings were widely distributed, not only in Denmark and Iceland, but also in Germany and the United States. His best-known work is the novel Advent, which was first published in German in 1936, in Danish in 1937, and Icelandic in 1939. It was translated into Icelandic by one of Iceland’s most famous translators, with a foreword by Halldór Laxness, who later received the Nobel Prize in Literature (1955).The article describes how the novel was received in reviews in magazines and newspapers, but also interpreted in scientific journals. Finally, a new interpretation is introduced, based on Christian eschatology.